Dagur Ragnarsson Fjölnismaður (Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir)

Alþjóðlegu meistararnir Dagur Ragnarsson og Aleksandr Domalchuk-Jonasson héldu áfram tafli á fjórða keppnisdegi á alþjóðlegu móti í New York, Blitz GM/IM Invitational þegar sjötta og sjöunda umferð fóru fram. Dagur átti góðan dag og vann báðar sínar skákir en Aleksandr vann eina og tapaði hinni.

Dagurinn byrjaði daginn (pun intended) á því að leggja FIDE meistarann Zachary Tanenbaum (2297) að velli. Dagur hafði hvítt og tók frumkvæðið eftir vafasama g4?! framrás hjá hvítum. Oft er sagt að besta svarið við árás á vængnum sé að svara á miðborðinu. Dagur gerði það með kröftugum leikjum, d5!? og e4! og yfirspilaði andstæðing sinn jafnt og þétt.

Aleksandr tapaði sinni skák gegn FM Kretchetov (2130). Í hörkuskák missteig Aleksandr sig í miðtaflinu og missti þráðinn.

Dagur náði sér í góðan seiglusigur í seinni skák dagsins. FM Das Aditeya lét yfirspila sig í endtaflinu og Dagur sýndi mikla seiglu.

Aleskandr hafði betur í taktískum flækjum í miðtaflinu gegn Tanenbaum sem fékk tvöfalda íslenska flengingu í gær!

Dagur og Aleksandr eru því efstir á mótinu með 5 vinninga eftir 7 umferðir og það lítur út fyrir að það verði engir IM áfángar leyfði á þeirra vakt að þessu sinni!

- Auglýsing -