Mikið var um yfirsetur á Skákþingi Reykjavíkur í 4. umferð en auk sex skákmanna í Færeyjum þá brá Josef Omarsson sér á helgarmót á Írlandi þar sem hann náði glimrandi árangri.

Mótið fór fram hjá Gonzaga skákklúbbnum í Dublin á Írlandi og var mótið flokkaskipt. Tefldi Josef í flokki 1700-1950 þar sem tímamörkin voru 75+30 og þétt teflt, þrjár skákir m.a. á laugardeginum!

Skemmst er frá því að segja að Josef tapaði aðeins einni skák, gegn sigurvegara mótsins, en vann allar hinar 5 skákirnar. Endaði Josef í 2. sæti á mótinu og hlaut 200 evrur í verðlaunafé.

Josef hækkar aukinheldur um 58 elóstig á mótinu sem er bæði kærkomið og sanngjarnt miðað við styrkleika.

Hér er skák Josefs úr 5. umferð, mikil stöðubaráttuskák gegn úkraínskum strák. Þeri Omarssynir báðir virðast hafa náð ágætis tökum á f3-stöðum sem hægt er að ná upp úr Nimzanum og fleiri byrjunum.

Josef að tafli á mótinu
- Auglýsing -