Blikarnir Vignir Vatnar Stefánsson og Birkir Ísak Jóhannsson eru jafnir og efstir með fullt hús að loknum fjórum umferðum á Skákþingi Reykjavíkur. Fámennara var en venjulega í fjórðu umferðinni þar sem sex Íslendingar tefldu á helgarmóti í Færeyjum og Josef Omarsson náði sér í elóstig á Írlandi.

Vignir skellti sér á skyndihjálparnámskeið frá Lawrence Trent í 1.Rc3 og kom Bárðir væntanlega eilítið í opna skjöldu strax í byrjun tafls. Vignir vann mikilvægt peð snemma tafls og leit ekki um öxl eftir það.

Sigurinn var torsóttari hjá Birki þar sem Mikael Jóhann setti mikla tímapressu á hann á öðru borði. Svartur hafði hættulegt frumkvæði en hvítur var kannski aldrei í hættu. 23. leikur svarts 23…Bxe2?? einfaldaði hinsvegar málið fyrir Birki.

24.Hxe2 Hxe2 25.Dc8+ og svartur gaf þar sem Dg4+ næst vinnur hrókinn á e2.

Benedikt Briem sýndi fína taflmennsku í Boor-afbrigðinu gegn slavneskri vörn. Hvítur fékk stöðulega betra og Benedikt sýndi fágaða taflmennsku og yfirspilaði hinn reynda stöðuskákmann, Júlíus Friðjónsson.

Hilmir hafði svart gegn Þorvarði og náði að setja hann í gríðarlega tímapressu. Hilmir náði hinsvegar aldrei að setja Varða í nægjanleg vandræði á sjálfu skákborðinu og í raun slapp Hilmir með skrekkinn á nokkrum stöðum. Hefði Varði haft meira en eina og hálfa mínútu á klukkunni hefði hann vafalítið fundið rétta leikinn hér:

Í tímahrakinu kom 27.Ha5? en 27.Bxf6 er hartnær unnið á hvítt þar sem millileinum 27…Dh3 er svarað með öðrum millileik, 28.Bh4. Svartur hefði því þurft að sætta sig við gríðarlegt liðstap.

Ingvar Þór náði fínum sigri gegn Mikael Bjarka. Byrjunin var aðeins ónákvæmt hjá Mikael með hvítu en hann var að vinna sig aftur inn í skákina þegar hann missti þráðinn og eftir passífan 14.Be2 hamraði Ingvar járnaði meðan það var heitt.

14…d3!? og eftir 15.Bxd3 Had8 standa öll spjót á hvítum, krossleppanir og ýmislegt liggur í loftinu eins og …Bc5 til að ráðast á veika g1-a7 skálínuna. Mikael fann ekki leið út úr vandræðunum.

Oliver Aron hafði betra tafl með svörtu en erfitt var að brjótast í gegn á móti Kristjáni Halldórssyni sem er traustur skákmaður. Aðeins stundarskots ónákvæmni og Oliver fann leiðina eftir 25.b3?

25…Hxe3! 26.Bxe3 Hxe3 27.Rcb1 og hvítur getur varla hreyft nokkurn mann án þess að vera skiptamun yfir. Oliver kom riddurunum í spilið og kláraði dæmið.

Reynsluboltarnir Eiríkur Björnsson og Kristján Örn náði fórn á nánast sama reitnum (með skiptum litum) til að knésetja unga og efnilega andstæðinga sína.

34…Hxg3+! gerði útslagið hjá Eiríki. Riddarinn á h5 fellur í kjölfarið auk peðanna og hvíti kóngurinn verður berskjaldaður.

28.Bxg6+ var ekkert ósvipað hjá Kristjáni Erni!

Sverfa tekur til stáls í 5. umferð en þá mætast m.a.:

Birkir Ísak – Vignir
Björn Hólm – Benedikt
Bárður Örn – Oliver Aron
Ingvar Þór – Magnús Pálmi

 

- Auglýsing -