Suðurlandsmót grunnskóla í skák fer fram föstudaginn 31. janúar nk. Mótið er sveitakeppni fyrir grunnskóla á Suðurlandi. Teflt verður í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.
Teflt er í tveimur flokkum. Annars fyrir 1.-7. bekk og hins vegar fyrir 8.-10. bekk. Fjórir tefla í hverri sveit.
Mótið hefst kl. 10:00 og er áætlað því ljúki um kl. 12:00. Verðlaun fyrir 3 efstu sveitirnar í báðum flokkum.
Flúðaskóli býður upp á létta hressingu um mitt mótið. Að sjálfsögðu er hægt að koma með nesti.
Skráningarfrestur er til kl. 16, miðvikudaginn, 29. janúar
Mótshaldið er að þessu sinni samvinnuverkefni Flúðaskóla og Skáksambands Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem mótið fer fram. Við hvetjum skóla á Suðurlandi til að taka þátt! Þátttökugjöld eru kr. 10.000 kr. á sveit en þá aldrei hærra en 20.000 kr. á skóla.
Nánari upplýsingar í síma 820 6533 (Gunnar) eða gunnar@skaksamband.is.