– Mótaröðinni um taflkóng Friðriks Ólafssonar á vegum ÁSA, skákklúbbs eldri borgara, til heiðurs honum níræðum, sem staðið hefur allan janúarmánuð, fjögur 10 umferða mót, er lokið eftir tvísýna og harða keppni með sigri BRAGA HALLDÓRSSONAR.
– Þrjú bestu mót hvers keppanda töldu til stiga og vinnings. KRISTJÁN ÖRN ELÍSSON varð í öðru sæti og aldursforsetinn GUNNAR KR. GUNNARSSON (91) þriðji!
– Um helmingur þátttakenda, sem voru um 30 talsins, kræktu sér í stig. Bragi vann fyrsta mótið, Kristján það annað, GunniGunn það þriðja og loks Jón G. Friðjónsson lokamótið, sem vitnar um einbeittan sigurvilja efstu manna.
– Hann hlaut fyrir það aukaverðlaun ásamt þeim Páli Sævarssyni; Ögmundi Kristinssyni; Guðfinni R. Kjartanssyni og undirrituðum, eftir aldursflokkum.
– Þetta var í níunda sinn sem þessi mótaröð er haldin sem Gallerý Skák hleypti af stökkunum 2012 í tilefni af fyrsta Skákdegi SÍ.
ESE