Ísland á tólf fulltrúa á Norðurlandamóti ungmenna í skák sem fram fer í Borgarnesi 14.-16. febrúar næstkomandi.

Norðurlandamót ungmenna er teflt í fimm aldursflokkum og eiga norðurlandaþjóðirnar að jafnaði tvo fulltrúa í hverjum flokki.

Fulltrúar Íslands á mótinu verða:

A-flokkur (18-20 ára):
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2370)
Benedikt Briem (2193)
Benedikt Þórisson (2088)

B-flokkur (16-17 ára):
Markús Orri Óskarsson (2025)
Mikael Bjarki Heiðarsson (1937)

C-flokkur (14-15 ára):
Jósef Omarsson (1950)
Sigurður Páll Guðnýjarson (1909)

D-flokkur (12-13 ára):
Birkir Hallmundarson (1890)
Örvar Hólm Brynjarsson (1723)
Emilía Embla B. Berglindardóttir (1669)

E-flokkur (10-11 ára):
Haukur Víðis Leósson (1745)
Pétur Úlfar Ernisson (1619)

Þjálfarar íslenska hópsins eru Björn Ívar Karlsson og Vignir Vatnar Stefánsson.

Heimasíða mótsins
Chess-results

- Auglýsing -