Stefán, Gyða unnusta hans, og Helgi Áss í Porto (Mynd: HÁG af FB)

Fyrirlestraröð Taflfélags Garðabæjar heldur áfram annað kvöld (mánudag) í Miðgarði þegar Stefán Bergsson mætir með áhugavert erindi.

Stefán er ekki bara reyndur skákmaður heldur hefur hann ferðast talsvert erlendis á mót og ætlar hann að deila reynslu sinni. Hvar finnur maður mót? Hverju á maður að leita eftir? Hvað á maður að varast? Hvar er besta mótið?

Fyrirlesturinn hefst kl. 19 í Miðgarði og í kjölfarið verður tefld hraðskák sem hluti af febrúarmótaröð TR og TG.

- Auglýsing -