Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Fyrr í dag mætti Magnús Pálmi Örnólfsson, í Skipholtið og ræddi meðal annars um skák og sundsmokka.

Í kynningu um þáttinn segir:

Gestur skákþáttarins í dag er Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur MBA. Þeir Kristján Örn og Magnús Pálmi fóru um víðan völl í spjalli sínu eins og svo oft áður. Af erlendum vettvangi ræddu þeir Titled Tuesday netskákmótin, Tata Steel ofurmótið  sem haldið er árlega í Wijk aan Zee í Hollandi, Free Style Chess Grand Slam Tour 2025 mótaröðina en fyrsta slembiskákmótið í mótaröðinni stendur nú yfir í Weissenhaus í Þýskalandi. Af innlendum vettvangi töluðu þeir um nýja skákbók eftir Jón Viktor Gunnarsson alþjóðlegan skákmeistara en þetta er önnur skákbókin sem hann lætur frá sér, nýlokið Skákþing Reykjavíkur og Hraðskákmót Reykjavíkur, Símamótið og Febrúarmótaröðina sem er samstarfsverkefni Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélags Garðabæjar. Þess á milli sagði Magnús Pálmi skemmtilegar sögur og brandara eins og honum er einum lagið.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -