FIDE birti at- og hraðskák stig þann 1. febrúar s.l. Theódór Eiríksson og Dagur Sverrisson hækkuðu mest. Annars var það helst í fréttum að flestir bestu skákmenn landsins voru í fríi frá styttri skákum í mánuðinum.
Atskák
Efstu skákmenn og skákkonur
Enginn af stigahæstu skákmönnum landsins tefldi atskák í mánuðinum og er Þröstur Þórhallsson (2463) því enn efstur. Hjá konunum er Lenka Ptácníková (2111) efst.
Ungir og gamlir
Í U20 ára flokknum var Alexandr Domalchuk-Jonasson (2242) efstur en og á vizkualdrinum er Hannes Hlífar Stefánsson (2419) efstur.
Hraðskák
Efstu skákmenn og skákkonur
Sama var uppá teningnum í hraðskák en aðeins Vignir Vatnar Stefánsson (2554) tefldi skák af mönnum á topp 20 listanum. Olga Prudnykova (2116) er enn efst skákkvenna.
Ungir og gamlir
Alexandr Domalchuk-Jonasson (2287) er efstur í U20 í hraðskák í mánuðinum en litlar breytingar voru á efstu mönnum. Þröstur Þórhallsson (2463) er efstur á vizkualdrinum.
Breytingar
Theódór Helgi Eiríksson (1865) hækkaði um 160 stig eða meira en fjórir næstu menn samtals í atskák. Dagur Sverrisson (1631) sem verður 9 ára í ár hækkaði mest í hraðskák eða um 64 stig en þar var Theódór Helgi (1897) í þriðja sæti með 64 stiga hækkun. Á milli þeirra með 65 stiga hækkun er Mykhaylo Kravchuk (1915)
Duglegustu skákmenn
Sölvi Guðmundsson (1642) tefldi 17 atskákir í mánuðinum en áðurnefndur Dagur Sverrisson var lang duglegastur í hraðskák og tefldi 33 skákir.
Nýir á lista
Fjórir nýir koma inn á lista í atskák, þeirra stigahæstur er Patrick Scheving Thorsteinsson með 1583 stig og tíu nýir koma inn á lista í hraðskák, þeirra stigahæstur er Leifur Geir Hafsteinsson með 1730 stig.