20 ára Afmælismót skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir sviss kerfinu. Teflt verður í einum opnum flokki.

Dagskrá
1. umferð fimmtudag 13. mars 19:00
2. umferð föstudag 14. mars 10:00
3. umferð föstudag 14. mars 16:00
4. umferð laugardag 15. mars 10:00
5. umferð laugardag 15. mars 16:00
6. umferð sunnudag 16. mars 10:00

Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-5 sem gefa hálfan vinning. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra fyrir eða við lok umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á skráningarforminuEkki eru leyfðar frestanir eða flýtingar í mótinu.

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Skákstjórn: IA Gunnar Björnsson og Hermann Aðalsteinsson
Aðalverðlaun (Aðeins þrír efstu menn eftir oddastigaútreikning fá verðlaun)
1. sæti kr. 150.000 kr
2. sæti kr. 100.000 kr
3. sæti kr. 50.000 kr.

Aukaverðlaun
Efstur 65 ára og eldri   25.000 kr
Efstur U- 18 ára           25.000 kr
Efstur U-1800 elo        25.000 kr
Efstur stiglausra          25.000 kr

(Aukaverðlaun skiptast ekki heldur er miðað við oddastigaútreikning séu menn jafnir).

Eftirfarandi oddastig (tiebreaks) gilda í mótinu: 1. Fleiri tefldar skákir 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz 4. Innbyrðis úrslit 5. Sonneborn-Berger.

Þátttökugjöld
10.000 kr.
7.000 kr. fyrir 18 ára og yngri og stiglausa.

Skráningarfrestur er til kl 12:00 fimmtudaginn 13 mars

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga hjá FIDE.

Vefur mótsins
Mótið á Chess results
Skráning í mótið

Nánari upplýsingar veitir Hermann allsherjargoði í síma 8213187 eða lyngbrekku@simnet.is

                          Gistimöguleikar í Mývatnssveit.

Sel Hótel
Gistiheimilið Skútstöðum
Stella Rosa
Berjaya Mývatn Hotel – sérstakur afsláttur fyrir skákmenn

 

                            Sel-Hótel Mývatn mótið í skák

Sel Hótel Mývatn í samstarfi við Skákfélagið Goðann, efna til Sel-Hótel Mývatn mótsins í skák laugardaginn 15. Mars kl 14.00. Mótið fer fram í fundarsal Sel Hótels. Mótið er öllum opið, grunnskólanemendum í Þingeyjarsveit sem og fullorðnum og er ókeypis í það.

Tímamörk verða 10 mín og verða tefldar 7 umferðir.  Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda. Áætluð mótslok eru um kl 16:00

Teflt verður í einum flokki, nema að þátttaka verði mikil. Veitt verða verðlaun í formi gjafabréfa úr Skákbúðinni.is

Skráning í mótið fer fram á mótsstað og eru áhugasamir hvattir til að mæta snemma til skráningar. Hermann Aðalsteinsson við fyrir fram skráningum í síma 8213187 og á lyngbrekku@simnet.is . Hermann veitir einnig allar nánari upplýsingar um mótið.

Sel-Hótel Mývatn og Skákfélagið Goðinn

                            Hraðskákmót Afmælismóts Goðans

Efnt verður til sérstakts Hraðskákmóts í tilefni 20 ára afmælismótsins. Það hefst upp úr kl 21:00 í Fundarsal Sel-Hótels föstudagskvöldið 14. mars. Tímamörk verða 3+2 og umferðafjöldi fer eftir keppendafjölda.

Mótið er ókeypis og öllum áhugasömum opið og fer skráninga í það fram á mótsstað. Það verður ekki reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE, enda mótið hugsað til gamans.

Styrktaraðilar Afmælismóts Goðans 2025

Þingeyjarsveit
Sel-Hótel Mývatn
Landsvirkjun
Sparisjóður Suður Þingeyinga
Framsýn

Jarðböðin
HSÞ
GPG

- Auglýsing -