Kristján Örn Elíasson hefur í tvö ár stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Fyrr í dag mættu tvær skákjöfrar í skáksettið í Skipholti.
Í kynningu um þáttinn segir:
Gunnar Freyr Rúnarsson, formaður Víkingaklúbbsins og FIDE meistarinn Róbert Lagerman, aðalritari Vinaskákfélagsins og alþjóðlegur skákdómari heimsækja Kristján Örn í stúdíóið á Útvarpi Sögu. Þeir fara út um víðan völl og ræða meðal annars um fyrirkomulag Íslandsmóts skákfélaga, Víkingaskák, bréfskák, landsliðsmál Grænlands, Reykjavíkurskákmótið, skák úti á landsbyggðinni, Æsi skákfélagið og vel heppnað 20 ára afmælismót Goðans sem fram fór í Skjólbrekku í Mývatnssveit um síðustu helgi.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.