Íslenski stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson og liðsfélagar hans í MSA Zugzwang hafa tryggt sér sæti í efstu deild Bundesligunnar eftir spennandi lokahelgi í næst-efstu deild Bundesligunnar. Lið Guðmundar gerði jafntefli 4-4 í lokaumferðinni og dugði það til að tryggja fyrsta sætið og sæti í efstu deild!
„Það voru miklar sviptingar og mikið drama í báðum viðureignunum okkar þessa helgina en þetta datt með okkur,“
Sagði Guðmundur eftir keppnina.
„ég var síðastur til að klára skákina, og eftir það biðum við spenntir eftir úrslitum í hinni viðureignni“
Að sögn Guðmunndar einkenndist liðið af seiglu og samheldni. Hofheim, þeirra helstu keppinautar, urðu að vinna 6-2 í sinni lokaumferð en náðu einungis 5-2.
„Við vorum í efstu deild í fyrra og erum að vinna okkur aftur upp,“
Bætti Guðmundur við.
Að sögn Guðmundar var helgin ákaflega dramatísk.
„Við lentum í klúðri á öðru borði sem snéri viðureigninni við. Svo var möguleiki fyrir Frank að vinna með glæsilegri fórn, mögulega átti hann Rxf2 á lykilaugnabliki“
Hann útskýrði að lokaniðurstaðan hafi verið léttir.
“ Stefan Kindermann var í mjög flókinni skák en niðurstaðan varð jafntefli eftir þráleik“
Loksins, eftir erfiða en örlagaríka keppni, gátu Guðmundur og liðsfélagar fagnað sigri í lestinni á leiðinni heim. Við hjá Skak.is óskum Guðmundi og MSA Zugzwang hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og erum spennt að fylgjast með þeim í efstu deild næsta haust!