Þriðja mótið í bikarsyrpu stúlkna fer fram laugardaginn 12. apríl kl. 10:00 í Hörpu.
Það er Kvennaskáknefnd Skáksambands Íslands sem stendur fyrir mótaröðinni, í samstarfi við skákfélög. Mót syrpunnar verða fjögur talsins og tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska kerfinu með tímamörkunum 4 2 á skák.
Annað mótið er unnið í samvinnu við Skáksamband Íslands, og fer fram í Hörpu. Mótið er opið öllum stúlkum á grunnskólaaldri, og teflt verður í tveimur flokkum ef þátttaka leyfir: 1.-4. bekkur og 5.-10. bekkur.
Skákkonan og Youtube-arinn Anna Cramling mun leika fyrsta leikinn og afhenda verðlaun! Að auki verður lokað kvennaskákmót haldið samhliða bikarsyrpunni þar sem Anna Cramling verður meðal þátttakenda.
Allir keppendur munu labba út með lítinn glaðning!
Verðlaun í eldri flokki:
- verðlaun: 3 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk gjafabréfs
- verðlaun: 2 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk skemmtilegs gjafabréfs
- verðlaun: skemmtilegt gjafabréf
Verðlaun í yngri flokki:
- verðlaun: 3 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk skemmtilegs gjafabréfs
- verðlaun: 2 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk skemmtilegs gjafabréfs
- verðlaun: skemmtilegt gjafabréf
Að auki verða skemmtilegir happdrættisvinningar í báðum flokkum! Markmið mótaraðarinnar er að efla tengingu milli stúlkna á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Dagsetning fjórða mótsins í mótaröðinni liggur ekki fyrir en þó er ljóst að það fer fram í kringum Íslandsmótið í skák á Blöndósi í júní!
Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér að neðan. Þátttaka er ókeypis.
Hlökkum til að sjá ykkur!