Þriðja mótið í Bikarsyrpu stúlkna fór fram við frábærar aðstæður í Hörpu þann 12. apríl. Mótið var haldið í tilefni af Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer 9.-15. apríl og er fjölmennasta mót sögunnar, en yfir 400 keppendur taka þar þátt.
Þátttakan í Bikarsyrpu stúlkna var með besta móti en 34 keppendur tóku þátt.
Það var Kvennaskáknefnd sem stóð að mótinu í samstarfi við Skáksamband Íslands.
Teflt var í þremur flokkum, flokki 1.-4. bekkjar, flokki 5.-10. bekkjar og heiðursflokki. Í heiðurslfokki tefldi sænska skákkonan, og samfélagsmiðlastjarnan, Anna Cramling ásamt ungum íslenskum skákkonum sem hafa verið fulltrúar Íslands í landsliðskeppnum.
Í flokki 1.-4. bekkjar hafði Miroslava Skibina mikla yfirburði og fékk 6,5 vinning í 7 skákum.

1.-4. bekkur
1. Miroslava Skibina 6,5 v.
2. Emilía Klara Tómasdóttir 5 v.
3. Þóra Kristín Jónsdóttir 5 v.
Í flokki 5.-10. bekkjar var það Emilía Embla B. Berglindardóttir sem stal senunni og fékk fullt hús vinninga, 7 af 7!

5.-10. bekkur
1. Emilía Embla B. Berglindardóttir 7 v.
2. Katrín Ósk Tómasdóttir 5,5 v.
3. Sigrún Tara Sigurðardóttir 4,5 v.
Í heiðursflokki var það Anna Cramling sem sigraði en fékk harða keppni frá íslensku stelpunum.



Heiðursflokkur
1. Anna Cramling Bellon 5,5 v.
2. Guðrún Fanney Briem 3,5 v.
3. Iðunn Helgadóttir 3 v.
4. Katrín María Jónsdóttir 0 v.
Mikil ánægja var með mótið en allir verðlaunahafar fengu glæsileg verðlaun frá Ísbúð Vesturbæjar, Klifurhúsinu, Skopp, Hnoss og Fjallkonunni, ásamt páskaeggjum.
Auk þess fengu allir þátttakendur páskaglaðning.

Mótstjóri var Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varaforseti SÍ og formaður kvennaskáknefndar. Skákstjórar voru Daði Ómarsson og Björn Ívar Karlsson.