Þriðja mótið í Bikarsyrpu stúlkna fór fram við frábærar aðstæður í Hörpu þann 12. apríl. Mótið var haldið í tilefni af Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer 9.-15. apríl og er fjölmennasta mót sögunnar, en yfir 400 keppendur taka þar þátt.
Þátttakan í Bikarsyrpu stúlkna var með besta móti en 34 keppendur tóku þátt.
Það var Kvennaskáknefnd sem stóð að mótinu í samstarfi við Skáksamband Íslands.

Teflt var í þremur flokkum, flokki 1.-4. bekkjar, flokki 5.-10. bekkjar og heiðursflokki. Í heiðurslfokki tefldi sænska skákkonan, og samfélagsmiðlastjarnan, Anna Cramling ásamt ungum íslenskum skákkonum sem hafa verið fulltrúar Íslands í landsliðskeppnum.

Í flokki 1.-4. bekkjar hafði Miroslava Skibina mikla yfirburði og fékk 6,5 vinning í 7 skákum.

Miroslava ásamt Önnu Cramling – Mynd: Daði Ómarsson

1.-4. bekkur
1. Miroslava Skibina 6,5 v.
2. Emilía Klara Tómasdóttir 5 v.
3. Þóra Kristín Jónsdóttir 5 v.

Í flokki 5.-10. bekkjar var það Emilía Embla B. Berglindardóttir sem stal senunni og fékk fullt hús vinninga, 7 af 7!

Emilía Embla sigurvegari í flokki 5.-10. bekkjar – Mynd: Berglind Hermannsdóttir

5.-10. bekkur
1. Emilía Embla B. Berglindardóttir 7 v.
2. Katrín Ósk Tómasdóttir 5,5 v.
3. Sigrún Tara Sigurðardóttir 4,5 v.

Í heiðursflokki var það Anna Cramling sem sigraði en fékk harða keppni frá íslensku stelpunum.

Anna Cramling sigurvegari – Mynd: Daði Ómarsson
Guðrún Fanney hlaut önnur verðlaun og var sú eina sem náði punkti af Önnu – Mynd: Daði Ómarsson
Iðunn og Katrín María fengu 3. og 4. verðlaun – Mynd: Daði Ómarsson

Heiðursflokkur
1. Anna Cramling Bellon 5,5 v.
2. Guðrún Fanney Briem 3,5 v.
3. Iðunn Helgadóttir 3 v.
4. Katrín María Jónsdóttir 0 v.

Mikil ánægja var með mótið en allir verðlaunahafar fengu glæsileg verðlaun frá Ísbúð Vesturbæjar, Klifurhúsinu, Skopp, Hnoss og Fjallkonunni, ásamt páskaeggjum.
Auk þess fengu allir þátttakendur páskaglaðning.

Mikill áhugi var á skákum Önnu Cramling. Hér situr hún að tafli gegn Iðunni Helgadóttur. Mynd: Una Strand Viðarsdóttir

Mótstjóri var Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varaforseti SÍ og formaður kvennaskáknefndar. Skákstjórar voru Daði Ómarsson og Björn Ívar Karlsson.

Lokastaðan á chess-results

- Auglýsing -