Nú er nýhafin fimmta umferð á Reykjavíkurskákmótinu í boði Kviku eignastýringar og Brim. Hannes Hlífar er efstur Íslendinga og fer fyrir heimavarnarliðinu með 3,5 vinning. Hannes mætir hinum norska Elham Amar, stórmeistara. Gupta og Muradli hafa 4 af 4 og tefla innbyrðis á efsta borði.

Aðrar áhugaverðar íslenskar viðureignir eru Hilmir gegn GM Sokolovsky, Jóhann frönskum IM Migot, Guðmundur Kjartansson og Benedikt Briem tefla innbyrðis og svo er Birkir Hallmundarson kominn á sýningarborð eftir góðan sigur gegn Gauta Páli í gær. Jón Viktor og Vignir eru á neðstu útsendingarborðunum og reyna að rétta sinn hlut eftir tap í gær.

Hér að neðan er hægt að sjá skákir:

 

Skákir í beinni:

Tenglar á helstu streymara:

Úrslit og Paranir á Chess-Results

- Auglýsing -