Kristján Örn Elíasson hefur í tvö ár stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í gær mætti Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Skipholtið.
Í kynningu um þáttinn segir:
Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er gestur Kristjáns Arnar. Geir segir frá hvenær hann fékk fyrst áhuga á skák og skákmótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann telur upp góða skákmenn sem sátu á Alþingi með honum og talar um Friðrik Ólafsson og aðra sterka skákmeistara sem hann hefur mætt á skákborðinu. Barnabörn Geirs, Inga Jóna 12 ára og Hafþór 9 ára, æfa bæði skák og hafa farið á skákmót til útlanda með leikskólanum Laufásborg undir styrkri handleiðslu Omar Salama skákkennara. Sjá Skákbörn Laufásborgar. Geir hefur ekki aðeins gaman af að tefla og mæta á skákæfingar hjá KR heldur syngur hann með tveimur kórum; Karlakór Kópavogs og Harmoníukórnum. Þeir Kristján Örn og Geir fara um víðan völl í þættinum, tala m.a. um Reykjavíkurskákmótið, stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum og margt fleira.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

















