Áttunda og næstsíðasta umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst kl. 11:15. Liðið í opnum flokki mætir sveit Ísraela. Kvennasveitin mætir sveit Belgíu.
Dagur Ragnarsson hvílir í opnum flokki. Ísrael er með öflugan her sterkra skákmanna og töluvert (100+) stigahærri á öllum borðum. Erfitt verkefni fyrir höndum.
Í kvennaflokki mætum við liði Belga. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir fær langþráða hvíld en hún hvílir í dag. Náði WIM-áfanga í gær. Ritstjóri veltir því fyrir sér hvort hún sé fyrsta íslenska konan sem nær því? Lenka var WGM þegar hún varð íslensk og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fékk WIM-titilinn beint vegna sigurs á svæðamóti.
Belgíska liðið er töluvert sterkara en það íslenska. Aðeins Lenka sem er stigahærri en andstæðingurinn.
Vakin er athygli á beinum lýsingum frá umferðum.
Þar eru við stjórnvölinn WGM Keti Tsatsalashvili og GM Alojzije Jankovic.

- Heimasíða mótsins
- Chess-results – opinn flokkur
- Chess-results – kvennaflokkur
- Beinar útsendingar – Opinn flokkur
- Beinar útsendingar – kvennaflokkur
- Bein lýsing (ECU TV)

















