Níunda umferð og síðasta umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst kl. 08:15. Liðið í opnum flokki mætir sterkri sveit Danmörku. Kvennaliðið mætir sveit Mónakó.
Dagur Ragnarsson hvílir í opnum flokki. Danir eru töluvert sterkari en við á pappírnum svokollaða og eru 80+ á öllum borðum. Ísland er hins sýnd veið en ekki gefin eins og Ísrael og Frakkar fundu fyrir í gær.
Í kvennaflokki mætum við liði Mónakó. Iðunn Helgadóttir hvílir. Eins og sjá má eru liðin mjög áþekk af styrkleika og líkur á spennandi viðureign.
Vakin er athygli á beinum lýsingum frá umferðum.
Þar eru við stjórnvölinn WGM Keti Tsatsalashvili og GM Alojzije Jankovic.

- Heimasíða mótsins
- Chess-results – opinn flokkur
- Chess-results – kvennaflokkur
- Beinar útsendingar – Opinn flokkur
- Beinar útsendingar – kvennaflokkur
- Bein lýsing (ECU TV)
- Auglýsing -















