Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson (2476) og Guðmundur Kjartansson (2443) unnu báðir í fjórðu umferð á alþjóðlegu móti í Mallorca á Spáni sem fram fór í gær. Andstæðingarnir voru fremur stigalágir (1998-2113). Verr gekk í þriðju umferð sem fram fór í fyrradag. Þá töpuðu þeir báðir einnig gegn stigalægri andstæðingum (2120-2150).
Félagarnir hafa 3 vinninga og eru í 5.-11. sæti. Í kvöld tefla þeir við andstæðinga á stigabilinu 2094-2120.
Mótið fer fram 22.-28. nóvember. Alls taka 55 skákmenn frá 13 löndum þátt í mótinu og þar af eru fjórir stórmeistarar. Helgi Áss og Guðmundur eru nr. 2 og 3 í stigaröð keppenda.
- Auglýsing -












