Íslandsmót ungmenna 2019 (u8-U16)

  0
  466
  Hvenær:
  16. nóvember, 2019 @ 10:00 – 17:00
  2019-11-16T10:00:00+00:00
  2019-11-16T17:00:00+00:00
  Hvar:
  Stúkan við Kópavogsvöll
  Dalsmári 4
  Kópavogur
  Ísland
  Gjald:
  1500
  Tengiliður:
  Skákdeild Breiðabliks
  6699784

  Íslandsmót ungmenna fer fram laugardaginn 16. október í Stúkunni við Kópavogsvöll.  Mótið hefst kl. 10 Teflt er í fimm aldursflokkum. Krýndir verða 10 Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm.

  Kl 10:00 – 14:00 Íslandsmót ungmenna U16, U14 og U12

  Kl 14:00 – 17:00 Íslandsmót ungmenna U10 og U8

  Afar góð verðlaun verða í boði. Sigurvegari hvers flokks fær frí þátttökugjöld á GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2020.

  Allir með!

  8 ára og yngri (f. 2011 og síðar)

  Teflt verður sér flokkum fyrir drengi og stúlkur. Tefldar verða sjö umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

  9-10 ára (f. 2009 og 2010)

  Teflt verður sér flokkum fyrir drengi og stúlkur. Tefldar verða sjö umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

  11–12 ára (f. 2007 og 2008)

  Stefnt að því að tefla í sérflokkum fyrir drengi og stúlkur. Verði þátttaka ekki næg kunna flokkarnir  að verða sameinaðir.  Mögulegt er einnig að stúlknaflokkurinn verði sameinaður öðrum stúlknaflokkum (þá eldri).

  Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 2.

  13–14 ára (f. 2005 og 2006)

  Teflt verður í sameinuðum flokki stúlkna og stráka. Mögulegt er einnig að stúlknaflokkurinn verði sameinaður öðrum stúlknaflokkum.

  Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 5.

  15–16 ára (f. 2003 og 2004)

  Teflt verður í sameinuðum flokki stúlkna og stráka. Mögulegt er einnig að stúlknaflokkurinn verði sameinaður öðrum stúlknaflokkum.

  Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 5.

  Skráning og greiðsla þátttökugjalda

  Skráning fyrir alla flokka fer fram á www.skak.is (guli kassinn til hægri).  Eða hérna

  Tekið verður við þátttökugjöldum og staðfestingu á mætingu 40mín fyrir mót. Þeir keppendur sem mæta seinna en 10mín fyrir mót geta misst sæti sitt í því.

  Þátttökugjald er krónur 1.500 og greiðist með reiðufé við staðfestingu á mætingu. Systkini borga aldrei meira en 2.500 kr. samtals. Hægt er jafnframt að greiða í gegnum netbanka fyrir mót inn á reikning 0322-26-004664, kt. 5611121770. Vinsamlegast látið nafn keppenda koma fram í skýringu og sendið kvittun á halldorgretar@isl.is  .

  Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.

  Verðlaun

  Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasætum gilda oddastig.

  Verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni í hverjum flokki.

  Þrír efstu í öllum flokkum fá verðlaunabikar.

  Allir Íslandsmeistararnir fá frí þátttökugjöld á GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2020.

  Allir keppendur verða leystir út með smá glaðningi.

  Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskák- eða hraðskákstiga eftir því sem við á.

  *Nánar um oddastig

  Allir við alla: 1. Sonneborn-Berger, 2. Innbyrðis úrslit, 3. Fjöldi sigra

  Opnir flokkar: 1. Buchols (-1), 2. Buchols, 3. Innbyrðis úrslit, 4. Sonneborn-Berger 5. Fjöldi sigra

   

   

   

  - Auglýsing -