Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák 2008!

0
597

Hannes Hlífar Stefánsson er Íslandsmeistari í skák í tíunda sinn!  Í kvöld sigraði hann Guðmund Kjartansson í tíundu og næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák.  Á sama tíma sigraði Róbert Harðarson svo Henrik Danielsen og þar með munar 2 vinningum á þeim og Hannes því þegar tryggt sér titilinn þrátt fyrir einni umferð sé ólokið.

Hannes hefur sigrað 10 sinnum á síðustu 11 árum.  Það var aðeins árið 2000 sem Hannes vann ekki en þá tók hann ekki þátt!   Hannes hefur enn á ný sýnt fram á að hann er langbesti íslenski skákmaður landsins um þessar mundir.

Ellefta og síðasta umferð fer fram á morgun laugardag og hefst kl. 14.

Úrslit tíundu umferðar:

Name Rtg Res. Name Rtg
Jon Viktor Gunnarsson 2437 ½  –  ½ Bragi Thorfinnsson 2387
Throstur Thorhallsson 2449 1  –  0 Bjorn Thorfinnsson 2422
Robert Lagerman 2354 1  –  0 Henrik Danielsen 2526
Thorvardur Olafsson 2177 ½  –  ½ Jon Arni Halldorsson 2165
Magnus Orn Ulfarsson 2403 1  –  0 Stefan Kristjansson 2477
Hannes Stefansson 2566 1  –  0 Gudmundur Kjartansson 2328

 

Staðan:

Rank Name Rtg Club Pts SB.
1 GM Hannes Stefansson 2566 TR 37,50
2 GM Henrik Danielsen 2526 Haukar 32,75
3 IM Stefan Kristjansson 2477 TR 6 24,00
4 GM Throstur Thorhallsson 2449 TR 6 24,00
5 FM Magnus Orn Ulfarsson 2403 Hellir 5 23,25
6 IM Bragi Thorfinnsson 2387 Bol 5 23,00
7 IM Jon Viktor Gunnarsson 2437 Bol 5 20,00
8 FM Gudmundur Kjartansson 2328 TR 23,00
9 FM Robert Lagerman 2354 Hellir 22,00
10 FM Bjorn Thorfinnsson 2422 Hellir 19,75
11 Thorvardur Olafsson 2177 Haukar 10,00
12 Jon Arni Halldorsson 2165 Fjölnir 2 8,25