Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák í ellefta sinn!

0
432

Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Guðmund Gíslason í elleftu og síðustu umferð Íslandsmótsins í skák nú rétt í þessu.  Hannes hefur því tryggt sér sigur á mótinu og það í ellefta sinn á 13 árum en Hannes tók ekki þátt í mótinu árin 2000 og 2009 og hefur ávallt sigrað  á Íslandsmótinu síðan 1998 hafi hann á annað borð tekið þátt í mótinu!

Jafnframt tryggir Hannes sér með sigrinum þátttökurétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Frakklandi í mars 2011.

Lokahóf verður haldið strax að lokaumferðinni lokinni í íþróttamiðstöðunni og hefst væntanlega á milli 18 og 19 og eru keppendur hvattir til að fjölmenna.   Um kvöldið eru skákáhugamenn boðnir velkomnir í sportbarinn Gullöldina, Hverafold 5 í Grafarvogi.