Níunda og síðasta umferð landsliðsflokks Íslandsmótsins í skák er hafin en hún hófst kl. 9. Spennan á skákstað er mögnuð en þrír skákmenn hafa möguleika á hampa Íslandsmeistaratilinum. Ítarlega úttekt á mögulegum hvers og eins má sjá í frétt frá því í gær. Héðinn og Henrik mætast sem og Guðmundur Kjartansson og Bragi Þorfinnsson. Skákirnar verða í þráðbeinni og glóðvolgar myndir frá skákstað eru komnar í myndaalbúmið. Án ef verður fjallað um gang mála á Skákhorninu.
Í gær þáðu flestir skákmennirnir kvöldverðarboð SÍ sem fram fór í sumarbústað Landsbankans rétt fyrir utan utan Egilsstaði. Þar fyrir utan koma stjórnar- og varastjórnarmenn SAUST, þeir Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Jón Björnsson, Rúnar Hilmarsson, Magnús Ingólfsson og Magnús Valgeirsson en þeir hafa reynst okkur ákaflega hjálpsamir á allan hátt, þótt ég halli á engan þegar ég nefni þó sérstaklega formanninn, Guðmund Ingva.
Róbert og Rúnar grilluðu lambalæri sem féll í afar góðan jarðveg. Eins og við mátti búast var meðlæti til fyrirmyndar, kaffi með rjóma og svo virkilega djúsí ostakaka. Guðmundur Kjartansson og Bragi Þorfinnsson sáum um uppvaskið og fórst þeim það fremur óhönduglega og fórum við Róbert yfir það allt aftur.
Menn fóru svo tiltölulega snemma á háttinn enda mikið í húfi. Fljótdalshérað býður til lokahófs í Hótel Héraði eftir umferð.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Rk. | Name | Rtg | Pts. | TB1 | Rp | rtg+/- | |
1 | GM | Steingrimsson Hedinn | 2554 | 6,5 | 19,75 | 2596 | 4,2 |
2 | IM | Thorfinnsson Bragi | 2417 | 6 | 22 | 2581 | 17 |
3 | GM | Danielsen Henrik | 2533 | 6 | 19,25 | 2538 | 1,1 |
4 | GM | Thorhallsson Throstur | 2387 | 5 | 15,75 | 2487 | 10,6 |
5 | IM | Kristjansson Stefan | 2483 | 4,5 | 16,5 | 2439 | -4,2 |
6 | FM | Lagerman Robert | 2320 | 3,5 | 10,5 | 2349 | 3,6 |
7 | Gislason Gudmundur | 2291 | 2,5 | 9,75 | 2261 | -5,6 | |
8 | FM | Johannesson Ingvar Thor | 2338 | 2,5 | 6,75 | 2261 | -12,6 |
9 | IM | Kjartansson Gudmundur | 2327 | 2 | 5 | 2195 | -13,8 |
10 | Halldorsson Jon Arni | 2195 | 1,5 | 4,25 | 2145 | -7,8 |
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (landsliðsflokkur)
- Myndaalbúm mótsins