Fyrsta minningarskákmótið af þremur var tefld í gær 28. maí 2018 í Vin. Skákmótið núna var minningarmót um Björn Sölva Sigurjónsson. Níu manns mættu og tefld voru 6 umferðir með 7 mínútum á klukkunni. Ingveldur Georgsdóttir ein af systrunum sem gaf marga árganga af tímaritinu Skák eftir föður sinn lék fyrsta leikinn.

Glæsileg verðlaun verða, en fyrir utan venjulega verðlaunapeninga, þá ætlar Air Iceland Connect og Hrókurinn að verðlauna þann sem verður með bestan árangur úr öllum þremur minningarskákmótunum með miða til Grænlands að verðmæti 100.000 kr. Ennfremur ætlar Vinaskákfélagið og Hrókurinn að bjóða 20.000 kr. verðlaun fyrir 2. sætið og 10.000 kr. fyrir 3. sætið.

Sigurvegari varð Gauti Páll Jónsson, annar varð Róbert Lagerman og þriðji varð Guðni Pétursson og fengu þeir allir 5 vinninga.

Sérstök stigakeppni verður sem ber nafnið „Grand Prix stig“.

Hún mun verða birt á heimasíðu Vinaskákfélagsins eftir hvert mót, en hún gengur út á að 1. sætið á hverju móti fá 10 stig, 2. sætið 9 stig osvofr til 10. sætis fær 1 stig. Þeir sem verða jafnir að stigum fá samt jafn mörg stig og eftir fyrsta mótið þá eru þeir 3 sem unnu með 10 stig.

Sjá  úrslit á: chess-results.com.

Nánar á heimasíðu Vinaskákfélagsins.

- Auglýsing -