Altibox Norway Chess-mótið hófst í gær Stafangri í Noregi í gær. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2843) vann áskorandann Fabiano Caruana (2822) í 77 leikja skák. Öðrum skákum lauk með jafntefli.

Mótið í Stafangri er ægisterkt en langflestir sterkustu skákmenn heims eru meðal þátttakenda.

Önnur umferð fer fram í dag og hefst kl. 14:30.  Þá teflir heimsmeistarinn við fyrrum áskoranda, Karjakin (2789). Önnur áhugaverð viðureign gæti orðið Caruana og Mamedyarov (2808).

Nánar á Chess.com.

Mynd Peter Doggers (Chess.com).

- Auglýsing -