Evrópumót öldunga (seniors) varður haldið í Drammen í Noregi dagana 3.-11. ágúst. Teflt er í flokkum 50+ og 65+ svo allir fæddir 1968 eða fyrr geta tekið þátt.

Án efa verður mótshaldið gott hjá Norðmönnunum. Í fyrra tóku Þorsteinn Þorsteinsson og Bragi Halldórsson þátt í þessu móti. Þorsteinn í flokki 50+ en Bragi í flokki 65+. Þorsteinn stóð sig framúrskarandi vel í fyrra og var í toppbaráttunni allan tímann.

Áskell Örn Kárason hefur þegar skráð til leiks á mótið í ár. Keppendalistann má finna hér. Tveir stórmeistarar eru þegar skráðir til leiks en það eru  heimamennirnir og Íslandsvinirnir Simen Agdestein og Leif Øgaard

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess.

Skráningarform í mótið má finna á í gula kassanum á Skák.is.

- Auglýsing -