Carlsen í sjónvarpsviðtali skömmu eftir skák gærdagsins. Photo: Maria Emelianova/Chess.com; https://www.chess.com/news/view/norway-chess-anand-wins-mamedyarov-admits-pre-arranged-draws

Ofurskákmótið, Norway Chess, sem nú fer fram í Stafangri í Norefi hefur fallið í skuggann á Íslandsmótinu í skák. Þegar sjö umferðum af níu er lokið eru fjórir skákmenn efstir og jafnir með 3½ vinning. Dæmið er samt ekki svo einfalt því sumir hafa teflt sex en aðrir sjö skákir þar sem Ding Liren meiddist á hjóli og þurfti að hætta eftir 3 umferðir.

Efstir með 3½ vinning eru Wesley So (2778), Magnus Carlsen (2843), Levon Aronian (2764) og Wiswanathan Anand (2760). So og Carlsen eiga eftir tvær skákir en hinir tveir aðeins eina skák.

Carlsen byrjaði vel og var með 2½ vinning eftir 3 umferðir. Síðan þá hefur hann ekki unnið skák og tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Wesley So.

Mótinu verður framhaldið í dag með áttundu umferð og lýkur svo á morgun.

Nánar má lesa um gang mála á Chess.com

Heimasíða mótsins

 

- Auglýsing -