Photo: Maria Emelianova/Chess.com af https://www.chess.com/news/view/caruana-wins-norway-chess

Áskorandinn, Fabiano Caruana (2822) er í miklu stuði þessa dagana. Í gær tryggði hann sér sigur á Altibox Norway Chess-mótinu með sigri á Wesley So (2778) í lokaumferðinni. Þriðji mótasigur Fabi á þessu ári en áður hafði unnið áskorandamótið og Grenke.

Heimsmeistarinn, Magnus Carlsen (2843) varð að sæta sig við 2.-4. sæti ásamt Nakamura (2769) og Anand (2760).

Lokastaðan

Lokastaða Altibox Norway Chess

Það er stutt í næsta skákmót hjá þessum sterkustu skákmönnum heims. Þeir halda til Belgíu en þar hefst at- og hraðskákmót 12. júní nk.

Nánar um Norway má lesa á Chess.com

 

- Auglýsing -