Aron Þór Mai (2033) gerði jafntefli við venesúelska alþjóðlega meistarann Daniel Eduardo Pulvett Marin (2455) í 2. umferð alþjóðlega mótsins í Sanxenxo á Spáni. Bróðir hans, Alexander Oliver (1958), gerði einnig gott jafntefli við stigahærri andstæðing (2155). Báðir hafa þeir 1½ vinning.
Þriðja umferð fer fram í dag. Þá skiptir þeir á andstæðingum! Það verður fróðlegt að sjá hvernig hinum venesúelska alþjóðlega meistara gangi á móti Mai-bræðrum!
Ritstjóri fær ekki séð að skákir frá mótinu séu sýndar beint.
- Auglýsing -