Sumarmót um Selvatn. Mynd: ESE

SKÁKDEILD KR efnir til  sinnar árlegu skákhátíðar og SUMARSKÁKMÓTS við Selvatn, fimmtudaginn 19. júlí nk.  Mótið sem nú er fer fram í tólfta sinn verður haldið að venju með sérstöku viðhafnarsniði.  Hátíðarkvöldverður frá Eldhúsi Sælkerans  verður reiddur fram undir beru lofti og kaffi, heilsudrykkir og kruðerí í boði á meðan á móti stendur.

Mótið sem er öllum opið hefst kl. 16.30 og stendur fram eftir kvöldi.  Þátttaka takmarkast þó við að hámarki 40  keppendur – svo fyrstir koma fyrstir fá.  Tefldar verða 11 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Góð verðlaun og viðurkenningar fyrir efstu menn og fleiri

Þátttökugjald kr. 10.000. Allur ágóði rennur til efla keppnissjóð skákklúbbsins, sem rekur starfssemi allt árið um kring og á nú sæti  1. deild á Íslandsmóti skákfélaga 4ða árið í röð.

Mótshöldurum er það mikil ánægja að bjóða bæði eldri sem yngri skákmenn velkomna til þessarar skemmtilegu skákhátíðar þar sem mönnum gefst kostur á að máta mann og annan út í guðgrænni nátturinni við fjallavatnið fagurblátt.

Þar sem keppendafjöldi er takmarkaður er áríðandi að þeir sem hafa hug á að vera með tilkynni þátttöku sína sem allra fyrst. Annað hvort  með tölvupósti til kr.skak@gmail.com eða með boðskeytum í síma 893-0010 (GRK) eða 690-2000 (ESE) eða með greiðslu þátttökugjalds inn á reikning 115-26-47077, kt. 470776-0139

Sjáumst og kljáumst!!

- Auglýsing -