Hans Tikkanen skákmeistari Svíþjóðar í fimmta sinn

0
686
Hans Tikkanen (t.v.) vann Oscar Von Bahr í lokaumferðinni. Mynd: Heimasíða mótsins/Lars OA Hedlund

Skákþing Svíþjóðar fór fram í Ronneby dagana 29. júní -8. júlí. Tæplega 800 skákmenn tóku þátt en teflt er í mörgum flokkum. Alls tók 10 skákmenn þátt í landsliðsflokki og þar af sjö stórmeistarar. Baráttan var lengst af milli Hans Tikkanen (2495) og Tiger Hillarp Persson (2546).

Fyrir lokaumferðina voru þeir tveir jafnir en Tiger dugði að ná sömu úrslitum og Tikkanen þar sem hann hafði betri mótsstig (tie break). Hafði unnið innbyrðis skák. Svo fór hins vegar að Tikkanen vann, alþjóðlega meistarann Oskar Von Bahr (2432) en Tiger tapaði fyrir, langstigahæsta keppandanum Nils Grandelius (2668), sem náði honum þar með af vinningum.

Tikkanen hlaut 7 vinninga en Grandelius og Tiger urðu jafnir í 2.-3. sæti með 6 vinninga.

Lokastaðan

- Auglýsing -