Duda vann Nisipeanu í annarri umferð Dortmund. | Mynd: Georgios Souleidis.

Ofurmótið í Dortmund hófst í fyrradag. Átta skákmenn taka þátt og meðal keppenda er Vladimir Kramnik (2792), sem oft er kallaður Hr. Dortmund, enda tífaldur sigurvegari mótsins. Næst stigahæstur keppenda er Anish Giri (2782).

Pólverjinn ungi, Jan-Krzysztof Duda (2737), sem er aðeins tvítugur, er efstur með 1,5 vinninga að loknum tveimur umferðum. Hann er reyndar sá eini sem hefur unnið skák en hann lagði heimamannninn með taglið, Liviu-Dieter Nisipeanu (2672) að velli í 2. umferð.

Frídagur er í dag. Nánar um mótið á Chess.com.

- Auglýsing -