Vitiagov-Jóhann: Mynd: Heimasíða mótsins

Hilmir Freyr Heimisson (2241) gerði jafntefli við búlgarska stórmeistarann Grigor Grigorov (2506) í sjöundu umferð Xtracon-mótsins og mátti sá síðarnefndi teljast heppinn að hafa náð að halda jöfnu.

Jóhann Hjartarson (2523) tapaði fyrir rússneska landsliðsmanninum Nikita Vitiugov (2734) í afar tvísýnni skák. Jóhann lék illa sér í lok skákarinnar.

Jóhann hefur 5 vinninga er efstur íslensku keppendanna. Hilmir hefur 4½ vinning og Örn Leó Jóhannsson (2196) og Aron Þór Mai (2119) hafa 4 vinninga.

Jóhann teflir við sænska FIDE-meistarann Tom Rydstrom (2307) á morgun og Hilmir mætir danska alþjóðlega meistaranum Jonas Buhl Bjerre (2436). Báðir verða þeir í beinni.

Norðmennirnir Jon Ludvig Hammer (2631) og Simen Agdestein (2581) eru efstir með 6½ vinning.

Alls eru tefldar 10. umferðir.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2536) vann Þjóðverjann Reiner Ter Stal (2194) í sjöundu umferð opna tékkneska mótsins. Hannes hefur 3½ vinning.

Alls eru tefldar 9 umferðir.