Jóhann Hjartarson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari árið 2016. Mynd: KÖE

Jóhann situr þessa dagana að tafli á Xtragon Open sem fram fer í Danmörku. Mótið er eitt af stærri opnum mótum hvers árs og iðullega láta einhverjir íslenskir skákmenn sjá sig á þessu móti.

Þegar þessi orð eru rituð hefur Jóhann lagt alla andstæðinga sína nema tvo en þar tapaði hann í hörkuskákum með svörtu mönnunum gegn annars vegar Evrópumeistaranum Saric frá Króatíu og hinsvegar rússneska ólympíuliðsmanninum Nikita Vitiugov. Báðir eru þeir vitanlega feykisterkir skákmenn.

Í sjöttu umferð lagði Jóhann bandarískan alþjóðlegan meistara á mjög snaggaralegan hátt. Andstæðingur Jóhanns beitt fremur passífri uppstillingu á svart en á móti þá er línan ekki mjög teórísk og því lítil hætta á undirbúningi. Ég er þó nokkuð viss um að Jóhann hafi nánast sleikt út um þegar hann sé …e6 og ..Re7 og hugsað með sér að þessu yrði að refsa! Harry eins og Simon Williams kallar gjarnan h-peðið var skellt fram borðið og ekki aftur snúið!

- Auglýsing -