Morten Madsen, forseti norska skáksambandsins, hefur staðið í ströngu undanfarið. Hann afhendi Áskeli verðlaunin á EM öldunga í fyrra.

Áskell Örn Kárason náði glæsilegum árangri á Evrópumeistaramóti öldunga 65 ára og eldri. Áskell hafnaði í skiptu efsta sæti ásamt fjórum öðrum en varð af Evrópumeistaratitlinum á algjörum sjónarmun þegar kom til stigaútreiknings. Árangurinn tryggði Áskeli engu að síður alþjóðlegan meistaratitil eða þann rétt að bera sæmdarheitið og styttinguna IM fyrir framan nafn sitt til eilífðarnóns! Áskell sannar þarna að menn eru efnilegir eins lengi og þeir vilja!

Áskell mætti fyrrverandi heimsmeistara kvenna á mótinu, sjálfri Nonu Gaprindashvili. Nona er komin nokkuð til ára sinna en viðheldur greinilega tilfinningu fyrir skákinni á háu stigi. Nona var á sínum tíma fyrsti konan sem hlaut stórmeistaratitil karla.

- Auglýsing -