Rússneski stórmeistarinn David Paravyan er ekki mjög þekktur. Hann er 20 ára og varð stórmeistari árið 2017. Hann varð hinsvegar aðeins þekktari í skákheiminum eftir hreint stórkostlega sigurskák í sjöttu umferð á minningarmótinu um Victor Korchnoi sem fram fer þessa dagana í St. Pétursborg í Rússlandi.

Paravyan mætti landa sínum og alþjóðlegum meistara, Saveliy Golubov. Byrjunin var róleg, rússnesk vörn en síðan kom mögnuð flugeldasýning!

- Auglýsing -