Skáksalurinn í Riga. Mynd: Heimasíða mótsins

Önnur umferð EM ungmenna fór fram í Riga í Lettlandi í dag. Vignir Vatnar Stefánsson (2260), sem teflir í flokki 16 ára og yngri, og Gunnar Erik Guðmundsson (1579), sem teflir í flokki 12 ára og yngri, unnu sínar skákir.

Vignir hefur 2 vinninga og Gunnar Erik hefur 1 vinning. Auk þeirra taka þátt Arnar Milutin Heiðarsson (1749), sem teflir í flokki 16 ára og yngri ásamt Vigni, og stúlkurnar Anna Katarina Thoroddsen (1081) og Soffía Arndís Berndsen sem tefla í stúlknaflokki 10 ára og yngri. Fararstjóri er Einar Hjalti Jensson.

Þriðja umferð fer fram á morgun.

 

 

 

- Auglýsing -