Mamedyarov efstur í Biel eftir sigur í gær.

Sjötta umferð ofurmótsins í Biel fór fram í gær. Mamedyarov (2808), sem vann Georgiadis (2527) hefur hálfs vinnings forskot á Magnús Carlsen (2843) sem gerði jafntefli við David Navara (2727). Maxime Vachier-Lagrave (2789) lagði Peter Svidler (2760) að velli.

Mamedyarov hefur 4,5 vinning, Carlsen 4 vinninga. MVL, Svidler og Navara hafa 3 vinninga. Georgiadis hefur hálfan vinning. Hefur bara gert jafntefli við sjálfan heimsmeistarann!

Frídagur er í dag.

Nánar á Chess.com.