Jóhann í Helsingör: Mynd: Heimasíða mótsins

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2523) vann sænska FIDE-meistarann Tom Rydström (2307) í áttundu umferð Xtracon-mótsins í gær. Jóhann hefur 6 vinninga og hefur vinningi minna en efstu menn.

Hilmir Freyr Heimisson (2241) var aftur með góð úrslit í gær en hann gerði jafntefli við danska ungstirnið og landsliðsmanninn Jonas Buhl Bjerre (2436).

Hilmir og Örn Leó Jóhannsson (2196) hafa 5 vinninga. Aron Þór Mai (2119) og Jóhann Ingvason (2189) hafa 4½ vinning.

Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir mð 7 vinninga. Tveir Norðmenn og tveir Þjóðverjar. Það er Jon Lugvig Hammer (2631), Vincent Keymer (2466), Rasmus Svane (2580) og Benjamin Arvola Notkevich (2471). 

Jóhann mætir í dag þýska FIDE-meistaranum Frank Buchenau (2275).

Lokaumferðin fer fram á morgun

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2536) vann rússnsku skákkonuna Aleksandra Maltsevskaya (2261) í áttundu og næstsíðustu umferð opna tékkneska mótsins. Hannes tekur yfirsetu í lokaumferðinni og lýkur þátttöku með 4½ vinning.