Jóhann og Jobava: Mynd GB

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2523) vann þýska FIDE-meistarann Frank Buchenau (2275) í níundu og næstsíðust umferð Xtracon-mótsins í Helsingjaeyri sem fram fór í gær. Jóhann hefur 7 vinninga og er í 6.-20. sæti – aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Í dag teflir hann við georgíska stórmeistarann Baadur Jobava (2644) sigurvega mótsins í fyrra. Skákin hófst kl. 8 í morgun.

Hilmir Frey og Carlsted: Mynd: GB

Hilmir Freyr Heimisson (2241) er næstur íslensku keppendanna með 6 vinninga. Hann teflir við þýska alþjóðlega meistarann Jonathan Carlstedt (2425).

Feðgarnir Örn Leó Jóhannsson (2196) og Jóhann Ingvason (2189) hafa 5½ vinning.

Ítarleg úttekt um árangur íslenska keppendanna kemur í kvöld eða það sem líklegra er á morgun.

Azmai og Short slógu á létta strengi

Í gær boðaði stjórn Skáksambands Norðurlandameistari  (í henni sitjar forsetar sambandanna) til fundar. Frambjóðendum til embætti forseta FIDE var boðið. Til Helsingjaeyri mætu sjö manns vegna þess. Frambjóðendurnir Makrapoulos og Nigel Short. Með því í för voru Malcolm Pein og Panu Laine meðframbjóðendur.

Fulltrúar Dvorkecich: Zhu Chen og Bachear Kouatly

Dvorkevich komst ekki en sendi þess í stað meðframbjóðendurnar Bachar Koutaly og Zhu Chen. Auk þess mætti Zurab Azmai forseti ECU á svæðið en hann verður sjálfkjörinn í haust. Það var fróðlegt að heyra áherslur þessara frambjóðenda.

Makropoulos og Malcolm Pein ásmat fulltrúm Norðurlandanna.

Fundinum verður gerð betri skil – á morgun eða á þriðjudag.