Engin mynd fannst af Áskeli á heimasíðu EM. Þessi mót er af heimasíðu SA!

Evrópumót öldunga fer fram 4.-12. ágúst í Drammen í Noregi. Þrír íslenskir skákmenn taka þátt. FIDE-meistarinn, Áskell Örn Kárason (2217), sem teflir í flokki 65+ hefur 3 vinninga eftir 4 umferðir og er aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Í gær gerði hann jafntefli við enska FIDE-meistarann Anthony Stebbings (2265). Eftir 16. leik svarts 16…Re4-d6 lék Áskell 17. Rd7 og skákinni lauk um síðir um með jafntefli. 17. e4! hefði hins vegar tryggt Áskeli hjartnær unnið tafl.

Simen Agdestein er meðal keppenda í Drammen

Í dag mætir hann sænska alþjóðlega meistaranum Nils-Gustaf Renman (2348).

Jóhannes Björn í Drammen

Jóhannes Björn Lúðvíksson (2024), sem einning teflir í flokki 65+, hefur 1½ vinning.

Sigurlaug í Drammen

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1715), sem teflir í kvennaflokki 50+, komst á blað í gær með jafntefli við við hina rússnesku Natalia Chireykina (1922).

Á heimasíðu mótsins má finna myndir af flestum keppendum mótsins af Áskeli undanskyldum!

- Auglýsing -