Helgi og Gummi. Mynd: Facebook-síða Helga

Helgi Áss Grétarsson (2480) og Guðmundur Kjartansson (2434) byrja afar rólega á alþjóðlega mótinu í Riga í Lettlandi. Eftir 3 umferðir hafa þeir báðir 1½ vinning.

Guðmundur hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum. Helgi tapaði í 2. umferð en vann svo í þriðju umferð. Íslandsmeistararnir 2017 og 2018 munu án efa spíta í lófana og koma sterkir til leiks í lokaátökunum framundan.

Fjórða umferð fer fram í dag. Tvær umferðir eru svo tefldar á morgun.

Áfram Helgi og Gummi!

- Auglýsing -