Guðmundur og Helgi Áss. Mynd: Facebooksíða Helga.

Helgi Áss Grétarsson (2480) vann aðra skák í röð á alþjóðlega mótinu í Riga í gær. Fórnarlamb Íslandsmeistarans var hinn úkraínski Kirill Volotovsky (2228). Guðmundur Kjartansson (2434) er hins vegar sem fyrr í jafnteflunum og gerði sitt fjórða jafntefli í jafn mörgum skákum. Helgi hefur 2½ vinning og Guðmundur hefur 2 vinninga.

Tvær umferðir eru tefldar í dag og hefst sú fyrri kl. 8. Helgi Áss verður í beinni gegn hinni rússnesku Dinara Dordzhieva (2314) sem er alþjóðlegur meistari kvenna.

Síðari umferð dagsins verður kl. 14.

- Auglýsing -