Áskell Örn Kárason að tafli í Drammen. Mynd: Morthen Auke.

FIDE-meistarinn Áskell Örn Kárason (2217), sem teflir í flokki 65 ára og eldri, gerði jafntefli við sænska alþjóðlega meistarann og núverandi Evrópumeistara öldunga Nils-Gustaf Renman (2348) í fimmtu umferð EM öldunga í gær. Áskell hefur 3½ vinning og er í 5.-17. sæti.

Jóhannes Björn Lúðvíksson (2024), sem teflir í sama flokki, vann sína skák og hefur 2½ vinning.

Í sjöttu umferð, sem fram fer í dag, teflir Áskell við ísraelska alþjóðlega meistarann Leon Lederman (2245).  Skák Áskels verður í beinni en umferðin hefst kl. 13:15.

Leif Ögaard vann í gær hana Nonu Gaprindashvili.

Efstur í flokknum er norski stórmeistarinn Leif Ögaard (2386) með 4½ vinning. Hann vann í gær Nonu Gaprindashvili (2305).

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1715), sem teflir í kvennaflokki 50+, tapaði í gær og hefur hálfan vinning.

Afar óvæntir gerðust í flokki 50 ára og eldri í gær þegar Simen Agdestein (2576) tapaði fyrir Svíanum Conny Holst (2147).

 

- Auglýsing -