Unglingalandsmótið í skák fór fram um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn. Venju samkvæmt var keppt í skák. Stephan Briem vann öruggan sigur í eldri flokki. Spennan í yngri flokki varð meira en svo fór að Árni Ólafsson og Benedikt Briem komu jafnir í mark. Sá fyrrnefndi varð meistari vegna sigur í innbyrðis skák.

Lokastaðan

15 – 18 ára

1. sæti Stephan Briem UMSK, 6 vinningar.

2. – 5. sæti Sveinbjörn Fróði Magnússon UÍA, Alexander Jóhannsson ÍBR, Skarphéðinn Hinrik Oliversson UMSE, Sveinn Margeir Hauksson UMSE og Ari Ingólfsson HSÞ, allir með 3 vinninga.

11 – 14 ára

1. sæti Árni Ólafsson ÍBR, 6 vinningar (efstur á innbyrðis úrslitum).

2. sæti Benedikt Briem UMSK, 6 vinningar.

3. sæti Örn Alexandersson UMSK 5 vinningar.

Sjá nánar á heimasíðu UMFÍ

- Auglýsing -