Guðmundur ásamt foreldrum sínum: HÁG

Guðmundur Kjartansson (2434) hrökk í gang í gær með tveimur sigurskákum í gær á alþjóðlega mótinu í Riga. Áður hafði Gummi gert jafntefli í öllum fjórum umferðunum. Fórnarlömbin voru tveir Eystrasaltsskákmenn með 2197-2256.  Foreldrar Guðmundar komu í heimsókn til Riga í gær og virðast hafa haft góð áhrif á soninn!

Helgi Áss Grétarsson (2480) átti ekki góðan dag og tapaði báðum sínum skák fyrir skákmönnum með 2197-2314 skákstig. En í dag kemur nýr dagur

Guðmundur hefur 4 vinninga en Helgi Áss hefur 2½ vinning.

Gummi verður í beinni í dag kl. 12. Þá teflir hann við rússnesku skákkonuna Elizaveta Solozhenkina (2294).

- Auglýsing -