Áskell Örn Kárason að tafli í Drammen. Mynd: Morthen Auke.

FIDE-meistarinn Áskell Örn Kárason (2217), vann virkilegan góðan og sannfærandi sigur á ísraelska alþjóðlega meistarann Leon Lederman (2245) í sjöttu umferð í flokki 65 og ára sem fór í gær.  Áskell hefur 4½ vinning og er í 2.-9. sæti aðeins hálfum vinningi á eftir forystsauðnum Leifi Ögaard (2386).

Áskell lék hér 22. Re4! sem tryggði honum yfirburðartafl og sigur í 57 leikjum. Skákina í heild sinni má finna hér að neðan.

Nona Gaprindasvhili í Drammen. Mynd: Morthen Auke

Í sjöundu umferð, sem fram fer í dag, teflir Áskell við fyrrum heimsmeistara kvenna, goðsögnina, Nonu Gaprindasvili (2305).  Fræg er vísan sem Sigurkarl Stefánsson samdi eftir að Ingvar Ásmundsson hafði unnið hana á Reykjavíkurskákmótinu 1964 í Lídó.

Afskiptur öllu víli
Ingvar Gaprindasvílu
með sínu sexappíli
sigraði og gekk til hvílu

Ingvar Ásmundsson ásamt Áka Péturssyni í Lídó 1964.

Jóhannes Björn Lúðvíksson (2024), sem teflir í sama flokki og Áskell, gerði jafntefli og hefur 3 vinninga.

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1715), sem teflir í kvennaflokki 50+, sat yfir í dag og hefur hálfan vinning.

 

- Auglýsing -