Helgi Áss og Gummi. Af Facebook-síðu Helga.

Guðmundur Kjartansson (2434) er heldur betur kominn í gang eftir lélega byrjun á alþjóðlega mótinu í Riga. Í sjöundu umferð, sem fram fór gær, vann hina rússnesku Elizaveta Solozhenkina (2294) eftir snarpa leikfléttu. Þriðja sigurskákin í röð.

39. Hxd4! Hxe6 (39…exd4 40. Bd5). 40. Hc4 með yfirburðartafli á hvítan sem dugði til sigur 27 leikjum síðar. Skákina í heild sinni má sjá hér að neðan.

Gummi, sem hefur 5 vinninga, situr núna að tafli gegn yngsta stórmeistara heims og þeim næstyngsta í sögunni. Praggnanandhaa (2532).

Helgi Áss Grétarsson (2480) gerði jafntefli í gær við 12 ára skákmann og hefur 3 vinninga.

- Auglýsing -