Ísland átti náðugan dag bæði í opnum flokki og kvennaflokki í 10. umferð Ólympíuskákmótsins í Batumi. Báðar sveitirnar tefldu við stigalægri andstæðinga og lenti enginn í teljandi vandræðum.

Kvennaliðið vann öruggan 4-0 sigur á Hong Kong en í opnum flokki lögðu karlarnir lið Kósóvó að velli 3.5-0.5. Guðmundur Kjartansson reyndi að vinna sína skák langt fram eftir kvöldi en varð að sætta sig við jafntefli að lokum eftir þónokkrar sviptingar. Allar aðrar skákir unnust og því einstaklega góður dagur hjá íslensku liðunum.

Lokaumferðin hefst á morgun klukkan 07:00 að íslenskum tíma. Þar mætast Bandaríkin og Kína í hreinni úrslitaviðureign um Ólympíugullið!

- Auglýsing -