Hilmir Freyr Heimisson tekur þessa dagana þátt í alþjóðlegu móti í Esbjerg í Danmörku. Eftir þrjár umferðir hefur Hilmir hlotið 2½ vinning. Ritstjóri fær ekki betur séð en að Hilmir hafi þar með náð yfir 2300 skákstigum og geti orðið FIDE-meistari á næsta stigalista. Breytir þá engu hvernig gengur í framhaldinu í mótinu.

Hilmir vann Danina Bjarke Hautop Kristensen (2207) og Poul Rewitz (2274) í 1. og 2. umferð. Í þriðju umferð gerði hann jafntefli við alþjóðlega meistarann Björn Ahlander (2433).

Tvær umferðir fara fram í dag og teflir Hilmir annars vegar við þýska stórmeistarann Dmitrij Kollars (2540) og hins vegar við danska alþjóðlega meistarann Jens Ove Fries Nielsen (2370).

 

- Auglýsing -